22.1.2010 | 01:07
Á ég að byrja að blogga aftur
en annars gengur allt vel hjá mér og mínum
Fanney mín er í góðum málum og er búin að vera það í ár og býr með yndislegum strák
ég veit að margir lásu bloggið hennar
kannski fer ég að blogga aftur hver veit sjáum til
en þangað til næst adios allir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 08:54
Flash back.........
Guð hvað ég man vel eftir því þegar dóttir mín var á stuðlum fyrir 2 árum
og aðdragandan af því hún var að vinna í krónuni í mosó í starfsþjálfun afþví krónan var að opna hér
svo eitt föstudagskvöld kemur hún ekki heim og ég hríngi og hríngi ekkert skeður fyrr en um hálf 6 um
morguninn þá hafði hún verði keyrð hingað á skagan og fór hún til góðrar konu hér í bæ
mér brá mikið við að sjá hana því hún var með eiturlyfja eitrun í andlitinu efri vörin náði upp á nef
og bara útlitið á henni litla barninu mínu bara 15 ára svo ég brunaði með hana niður á sjúkrahús
og þvílíkur erfiður tími fór í hönd ég ólétt að þríburum og dóttir mín vissi ekki í þennan heim né annan
alskonnar illir vættir á eftir henni risa kóngulær stórir snjókallar og líka falleg dýr eins og
kærleiksbirnir en ég gerði svolítið um daginn ég bauð 2 vinkonum hennar til hennar
og spurði hvort þær vildu enda svona og vona ég svo innilega að þær séu ekki í neinu svona rugli
ég held ekki
guð hvað þetta var erfitt hún datt niður trekk í trekk í blóðþrystingi hélt honum, bara ekki uppi
og ég sat í stól og kúgaðist og kúgaðist ég fór 2svar í sónar þennan dag til að athuga hvort það
væri í lagi með krílin mín en svo seinna um kvöldið þá var bara ekki hægt að hafa hana inn á
spitala lengur því hún trublaði hina sjúklingana hvað var þá hægt að gera ekki komst hún inn á
stuðla fyrr en daginn eftir svo eina ráðið var að geyma hana í fangaklefa yfir nótt úfffff
ekki gaman það en svo morguninn eftir var brunað á stuðla löggan fór með hana
og eftir 2 daga var hríngt í mig og sagt að þetta barn ætti bara ekki heima þarna því hún var
stjórnlaus hún átti frekar heima á geðdeild en sem betur fer gáfust þéir ekki upp á henni
en það tók 5 daga að ná henni niður og var hún þar inni í 2 vikur
en nú er nóg komið af flash back í bili hver veit kannski kemur meira seinna
knús á línuna
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.1.2009 | 17:05
fallinn
já hún dóttir mín er fallinn eins og það er búið að ganga vel hjá henni
er búin að vera edrú síðan í mai
svona er þetta maður veit aldrei hvar maður hefur fíkillinn
en hún dvelur núna inná neyðarvistun á stuðlum fannst daginn fyrir gamlársdag
og mikið ver ég ánægð með það
hún er orðin vön að vera þar á gamlárskvöld var þar líka fyrir 2 árum
en ég er að fara á fund þar á morgun eða mánudaginn og veit þá eitthvað meira þá
þangað til þá heyrumst síðar
og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir innlitin á gamla árinu
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.12.2008 | 10:28
Hollráð til hamingju 4
Farðu í göngutúr í skógræktina í garðalund eða fannahlíð (Eða í skóg sem er næstur þér)
og safnaðu greinum könglum og efni í jólaskreytingar
sem eru góð gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2008 | 10:54
Hollráð til hamingju 3
Dragðu fram stóla teppi og kodda og búðu til tjald í stofunni.
farðu svo með krökkunum í útileigu
með matarkex kakómalt vasaljós og draugasögur
njótið vel elskurnar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 10:34
Hollráð til hamingju 2
langar að hafa hollráðin á morgnana
2) Leggðu þig fram við að kynnast fólki sem hefur aðra sýn
á lífið en þú og gleymdu því aldrei að hver einasta manneskja
getur kennt þér eitthvað mikilvægt
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2008 | 00:32
Hollráð til hamingju
já er það ekki málið ég ætla að setja inn 1 hollráð á dag sem hún Anna Lára Steindal hjá Rauða krossinum hér á Akranesi bjó til og er að setja upp um allan bæ mjög gott til umhugsunar
1) Vaknaðu snemma, helltu upp á reglulega gott kaffi
og njóttu þess að eiga tíma með sjálfum/sjálfri þér áður
en amstur dagsins tekur við.
njótið vel elskurnar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 11:21
Rosalega er þetta mikill missir fyrir þjóðina
Hvíl í friði kæri Rúnar júl
Votta ég öllum aðstandendum hans mína dýpstu samúð
Rúnar Júlíusson látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 23:03
Vorum við bara heppin
Fólk sem að fæddist fyrir 1990 ættti að vera dáið!!! (eða vorum við bara heppin??)
Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.
HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?
-Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.
-Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum
og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.
-Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.
-Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.
-Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að
leika
-Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.
-Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.
-Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.
-Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!
-Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma,
heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.
-Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.
-Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?
-Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.
-Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum Maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!
-Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.
-Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.
-Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf.
-Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt.... En þeir lifðu af.
-Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.
-Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.
-Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.
-Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...
OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!
Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?.
Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.
Við áttum bara gott líf er það ekki?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Anita Björk Gunnarsdóttir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar