Leita í fréttum mbl.is

Smá kynning á mér

Ég er semsagt 6 barna möðir á Akranesi er gift yndislegum manni, ég á með honum 1 árs þríburaskvísursvo á ég fyrir eina yndislega stelpu sem er 17 ára og hefur hún lent illa í lífinu undanfarin ár en er á góðum stað núna og er ég yfir mig stolt af henni hún er frábær ég elska þig svo mikið stóra stelpan min svo á ég eina sem er 13 ára og býr hjá pabba sínum stjúpmóður og systkinum  í reykjadal  flutti hún þangað 4 ára gömul sem var öskaplega erfið ákvörðun fyrir mig á þeim tíma en best fyrir hana og elska ég hana mikið og svo er það prinsinn á heimilinu sem er 9 ára stóri strákurinn minn sem er alveg óskaplega duglegur að hjálpa mér með systur sínar hann sér ekki sólina fyrir þeim og sagði núna um daginn, mamma hver á að hjálpa þér þegar ég er byrjaður í skólanum þetta lýsir honum best alltaf til í að gera allt fyrir mig og elska ég hann voða mikið  

svo eru það þríbbsurnar mínar sem eru fæddar eftir 26 vikur og 6 daga og voru allar innan við kíló en braggast alveg yndislega vel við hjónin getum ekki verið heppnari allar sofa þær á nætturnar og urðu í fyrsta skypti veikar núna í mars sem er voða gott af svona miklum fyrirburum að vera því ófnæmiskerfið í svona litlum krílum er voðalega oft veikt og elska ég þessa gullmola mína voða mikið 

svo þið sjáið að ég er voða rík kona

svo má nú ekki gleyma að ég er yngst af 10 systkinum og á foreldra sem eru á lífi getur lífið orðið betra 

læt þetta gott núna  

knúsið hvort annað og þakkið fyrir allt sem guð hefur gefið ykkur 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Velkominn í hópinn Aníta mín og takk fyrir að vera bloggvinkona mín

Unnur R. H., 2.9.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

velkomin í bloggheiminn hafðu það gott ríka kona

Dísa Gunnlaugsdóttir, 2.9.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert svo dugleg Aníta mín, ég er svo stolt af þér

Kristín Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: Helga skjol

Ójá þær gerast ekki mikið ríkari en þú Aníta mín, nema ef vera skildi hún mamma okkar sem varð enn ríkari og eignaðist okkur 10 stykki, en þú ert svo sannarlega dugleg elskan mín og er ég stolt af því að geta bent á þig og sagt.......Þetta er litla systir mín.

Eigðu góðan dag elsku systir mín

Helga skjol, 2.9.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Aníta mín, þú ert hjartanlega velkomin í minn hóp, ég hef fylgst með henni
Fanney þinni ég bað fyrir henni allan tíman sem hún var í götusmiðjunni og geri en ásamt fleyrum sem þar voru.
Skoðað hef ég myndirnar af þríburunum þær eru bara yndislegar.
Flott að þú skulir vera komin í hópinn, hlakka til að heyra meira frá þér.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2008 kl. 16:39

6 identicon

Sæl Aníta, velkomin á bloggið Takk fyrir allar kveðjurnar, þær hjálpa mér. Til hamingju með Anítu þína, hún er að standa sig svo vel. Skottið mitt er aftur komið á Götusmiðjuna, hún tekur þetta núna, það vona ég af öllu hjarta. Skilaðu innilegri kveðju til Fanneyjar frá mér, hún er svo flott

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 20:12

7 Smámynd: egvania

Hæ Aníta mín ég er enn að hugsa um ykkur og öll börnin ég get ekki skilið hvernig þið komist yfir þetta án þess að vera með heimilishjálp.

Þú ert frábær og rættist vel úr þér man eftir þér alveg nýfæddri svona lítil og mjó he, he. Þú ert nú ekki há í lofti en stendur sko örugglega fyrir þínu og gerir meira en svo margar þær sem eru stórar og miklar.

Kærleiks  kveðja Ásgerður

egvania, 2.9.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anita Björk Gunnarsdóttir
Anita Björk Gunnarsdóttir
Hæ hæ Aníta Björk heiti ég og er 6 barna móðir þar á meðal þríburar ég ætla nú bara að skrifa um allt og ekkert þegar mér dettur það í hug

Um bloggið

Anita Björk Gunnarsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband