3.10.2008 | 16:10
þetta eru góð ráð
Fyrirgefðu Ruth mín ég bara varð
1. Fara í Bónus og kaupa fullt af mat sem endist mjöööög lengi
2. Fara út að borða í IKEA
3. Draga fram spilin gömlu góðu og endurvekja kvöldvökurnar
4. Fara á staði þar sem kaffi er ókeypis, til dæmis í bankana. Þeir eiga kannski enga peninga lengur, en þeir hljóta að eiga nóg af kaffi
5. Kaupa lager af bensíni
6. Fá sér bréfadúfur, þar sem símafyrirtækin hljóta líka að rúlla á hausinn.
7. Dunda sér við að semja skeyti, setja í flösku og henda í sjóinn
8. og talandi um flöskur, er ekki kominn tími til að selja tómu flöskurnar...það er nýbúið að hækka endursölugjaldið!
9. Hætta að keyra og taka strætó. Það er til dæmis hægt að nota bílinn sem auka geymslu... vantar manni ekki alltaf meira geymslupláss...
10. Fara út að labba og njóta þess að vera til
Njótið helgarinnar og gangi ykkur öllum vel!!
Um bloggið
Anita Björk Gunnarsdóttir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er spurning um að fara eftir þessu, nú og ef áfram heldur sem horfir ælti maður neyðist þá ekki til þess fyrir rest.
Knús á þig elsku systir
Helga skjol, 3.10.2008 kl. 17:23
Sammála ykkur systur mínar. Knus á ykkur
Kristín Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 17:06
Já þú segir nokkuð Aníta mín með alla þína maga sem að þú þarft að metta og ekkert tros ofaní liðið.
Þakka þér góð ráð en geturðu sagt mér hvernig ég á að drýgja olíuna á bílinn.
egvania, 6.10.2008 kl. 20:11
já Ásgerður mín þú verður að biðja finn að ýtta honum
ég er svo fyndin (not)
Anita Björk Gunnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.