Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Góð ráð



 

Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega útaf járninu og einn banana  til að fá kalíum. Líka eina appelsínu, útaf C-vítamíninu og einn bolla af grænu te án sykurs, til að forðast sykursýki. Svo má ekki gleyma lýsinu sem er náttúrulega allra meina bót. Drekka tvo lítra af vatni alla daga (Já, og síðan að pissa því, sem tekur tvöfaldan tímann sem það tók að drekka það). Á hverjum degi borða jógúrt og eitt skot af LGG út af gerlunum sem enginn skilur hvað gera, en ef þú færð ekki eina og hálfa milljón á dag mun það hafa skelfilegar heilsufarslegar afleiðingar.

 

Daglega taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall, og drekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi. Og annað hvítt fyrir taugakerfið. Og einn bjór, sem ég man ekki hvaða gagn á að gera. Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga einn Red Bull ísskápnum til að drekka daginn eftir, nema náttúrulega ef þú ert þá búinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.

 

Daglega borða trefjar. Mikið, mjög mikið af trefjum. Þar til þú kúkar heilli peysu.  Það á að borða fjórar til sex máltíðir á dag, hollar, fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern munnbita hundrað sinnum. Með smá útreikningi er ljóst að það tekur þig um fimm klukkustundir á dag að borða. Ó, og síðan  má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.
Á eftir jógúrtinu og  trefjunum, tannbursta; á eftir eplinu, tannbursta; á eftir banananum, tannbursta...

Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleyma tannþræðinum og munnskolinu með tilheyrandi gurgli. Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín,  því  þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma: vatnsþambið, trefjarnar, tennurnar...

 

Síðan á að sofa í átta stundir og vinna aðrar átta plús þessar fimm sem fara í að borða. Þetta gerir tuttugu og eina klukkustund. Þá áttu þrjár stundir eftir, það er að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þann daginn. Samkvæmt  könnunum  eyðum við þremur stundum daglega í sjónvarp... og ekki gleyma  tölvunum!!!  En þú hefur engan tíma í svoeiðis, því daglega áttu að fá þér a.m.k. hálftíma göngutúr (Ég tala af reynslu: Snúðu við eftir 15 mínútur, því annars verður hálftíminn að klukkustund).Síðan verður að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm: það þarf að vökva þau daglega. Líka þegar þú ferð í frí. Það er að segja ef þú ferð í frí. Síðan þarf að vera vel upplýstur. Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og eina grein í tímariti til að bera upplýsingarnar saman.

 

Ah! Síðan er það kynlífið. Kynlíf daglega og þar að auki á það að vera frumlegt og skapandi. Þetta tekur sinn tíma!!!  Að maður tali nú ekki um tantra kynlíf!!! Að öllu framansögðu vil ég minna þig á: Það á að tannbursta sig eftir hverja máltíð. Það þarf líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara í sturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?!

 

Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag. Eina lausnin á þessum vanda, er að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu. Til dæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þannig lítrana tvo af vatni. Þegar þú gengur út úr baðherberginu með tannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi með makanum þínum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þú burstar tennurnar.

Var ein hendi laus? Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!

Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því að halda) eplið getur makinn þinn matað þig á á meðan þú borðar bananann með jógúrtinu. Úffffff! En ef þú átt tvær mínútur eftir, sendu þetta þá á vinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm)  um leið og þú tekur inn eitt hvítlaukshylki sem er svo gott fyrir...

 

En nú verð ég að hætta því eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann, bjórinn, fyrri vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef ég ekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast á klósettið. Aha, ég ætla að nýta tímann og kippa tannburstanum með mér.

 

Ef ég er að birta þetta í annað sinn, er það vegna þess að þrátt fyrir að fylgja öllum þessum ráðum er ég samt komin með alzheimer.

 

 Bestu kveðjur  :  Ég er buin að skrifa þetta tvisvar í dag  Aníta gunnarsd

 


Guð hvað fólk er grænt

þetta er bara snilld

svo hef ég heyrt af tvem öðrum svona snilldar punktum í búðum

fyrst er konan sem fór í rúmfatalagerinn og spurði afgreiðslumanninn hvar þau geymdu herðatré 

afgreiðslumaðurinn var nú bara ekki viss og fór að tékka á þessu fyrir konuna og konan beið og beið

svo kemur afgreiðslumaðurinn og seigir við hana að bara því miður seu þeir búnir að pakka niður

SUMARVÖRONUM svo gott fólk þið hengið bara upp föt á sumrin LoL

 

og svo einn allra bestur  

kona fer í ónefnda bónus verslun og ætlar að kaupa svið á tilboði en því miður eru þau bara öll búin 

svo hún fer og nær  tali af AÐSTOÐAR VERSLUNNARSTJÓRANUM  og spyr hann hvort þau komi nú 

ekki aftur þá glóprar hann því út úr sér að hann bara viti það ekki því það séu ekki til nóg af 

EVRUM til að leysa þau úr TOLLINUM  LoLLoLLoL

ÉG HEF BARA EKKI NÁÐ MÉR ENÞÁ ÚR HLÁTRI  

vona að þessar litlu sönnu sögur mínar geti komið brosi framan í ykkur elskurnar svona í 

skammdeginu 

eigið yndislegan dag öll sem eitt Wink


mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi er rosa góður

Davíð Oddson og Geir H. Haarde sitja saman í flugvél á leiðinni til Akureyrar.

Davíð segir: " Ef ég hendi 1000 krónum út um gluggann þá myndi ég gleðja eina manneskju í kreppunni"!

Geir svarar: " Ef ég myndi henda 10.000 krónum út um gluggann þá myndi ég gleðja 10 manneskjur í kreppunni"!

Flugstjórinn hafði heyrt tal þeirra félaga og segir við þá " Ef ég myndi henda ykkur báðum út um gluggann, þá myndi ég gleðja HEILA ÞJÓÐ"!



váááá

mér fannst nú alveg nóg að ganga með 3 steæpur

innilega til hamingju með afmælið stelpur 


mbl.is Íslensku fjórburarnir tvítugir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nýr texti við lagið söknuð með Villa Vil


Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.


Og svo annar

Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af efnahagsbölsýnisíbyljunni í fjölmiðlunum.
Forstöðukonan hafði sverar áhyggjur af þessu.
Í morgun var leikfimi á heimilinu. Forstöðukonan bað sjúkraþjálfarann að vera nú heldur á léttu nótunum og fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar.
Þetta væri alveg að fara með gamla fólkið.
Sjúkraþjálfarinn sagði það ekki nema sjálfsagt.
Svona hóf hann tímann:
"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu. Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna, síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur," og svo hrópaði hann:
"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!"

Veitir okkur nokkuð af brandara

Hér kemur smá bréf um launamál sem ekki er ætlað fólki undir 18 ára. Vinsamlegast ekki skoða ef þú ert yngri en 18....


Ég, herra Tippi, fer hér með fram á kauphækkun með meðfylgjandi rökstuðningi: Starf mitt felst í miklu líkamlegu erfiði. Ég vinn oft á miklu dýpi. Ég tek áhættuna af því að reka hausinn inn fyrst í öllum verkum sem ég geng í. Ég fæ ekki frí um helgar eða á hátíðisdögum. Ég vinn við rakamettaðar aðstæður. Ég fæ ekki borgað fyrir yfirvinnu. Ég vinn á dimmum vinnustað með lélega loftræstingu. Ég vinn við mjög hátt hitastig. Það kemur fyrir að ég er krafinn um að vinna í bakgarðinum sem mér finnst ekki þrifalegasti staður í heimi. Ég er iðulega krafinn um vinnuframlag þótt allir sjái að ég er verulega slappur. Mér er skipað að fara ítrekaðar ferðir inn á þennan dimma og raka vinnustað þótt allir viti að það endar alltaf með því að ég kasta upp. Starf mitt gerir mig berskjaldaðan gagnvart hættulegum sjúkdómum.
Virðingarfyllst:
Hr. Tippi
SVAR FRÁ STJÓRN:
Kæri Hr. Tippi. Eftir að hafa metið beiðni þína og farið yfir þau rök sem þú leggur fram hefur stjórnin ákveðið að hafna beiðni þinni af eftirtöldum ástæðum: Þú vinnur aldrei í 8 tíma samfellt. Þú fellur iðulega út af og sofnar í vinnunni, jafnvel eftir mjög stuttar vinnulotur. Þú hlýðir ekki alltaf skipunum stjórnandans. Þú heldur þig ekki alltaf á þínum vinnustað og það hefur oft sést til þín við að heimsækja aðra vinnustaði. Þú tekur aldrei frumkvæðið, það þarf iðulega að troða þér inn á vinnustaðinn til að þú farir að vinna. Það hefur oftar en ekki komið fyrir að þú átt í erfiðleikum með að komast í gang í vinnunni, og þarft þá á fullmikilli handleiðslu að halda. Þú roðnar alltaf þegar þú ert beðinn að vinna. Þú hefur jafnvel mætt til vinnu með ostaslettur á hálskraganum. Þú skilur frekar subbulega við vinnustaðinn þegar þinni vakt lýkur. Þú ferð ekki alltaf eftir öryggisreglum eins og t.d. þeim að vera í réttum hlífðarfatnaði við vinnu. Það vita það allir að þú munt láta af störfum löngu áður en þú verður 65 ára. Þú getur ekki unnið tvöfaldar vaktir. Þú átt það til að yfirgefa vinnustaðinn áður en þú hefur lokið því verkefni sem fyrir þig var lagt. Og eins og allt þetta sé ekki nóg, þá er því við að bæta að þú hefur þráfaldlega sést á sífelldu rápi inn og út af vinnustaðnum, berandi tvo mjög grunsamlega poka.
Virðingarfyllst:
Stjórnin 

 

hihihi, alltaf jafn fyndið...LoLTounge

 


Er svo stolt

Já í miðri kreppuni er ég svo stolt af henni dóttir minni hún er að brillera í skólanum hún er búin að fá einkunnir í 3 prófum sem er enska 9,2 íslenska 7,8 og núna síðast íslenska 9,8 er hægt að gera betur og þessi elska hefur svo miklar áhyggjur af mömmu sinni hvort hún hafi efni á þessu ég seigji skít með allan efnahag í þessu tilfelli fanney mín þú átt svo sannarlega að vera í skóla þú ert að gera mig svo stolta af þér að ég á ekki til orð að lýsa því þú ert bara bestust ég bara tárast þegar ég er að skrifa þetta  haltu ótrauð áfram á þessari braut þá getur þú allt ég elska þig mestast í heimi KissingHeart

og knús á ykkur öll hin bloggvinir mínir sem og aðrir 


þetta eru góð ráð

 Fyrirgefðu Ruth mín ég bara varð

 

10 góð ráð í kreppunni...

1. Fara í Bónus og kaupa fullt af mat sem endist mjöööög lengi

2. Fara út að borða í IKEA

3. Draga fram spilin gömlu góðu og endurvekja kvöldvökurnar

4. Fara á staði þar sem kaffi er ókeypis, til dæmis í bankana. Þeir eiga kannski enga peninga lengur, en þeir hljóta að eiga nóg af kaffi

5. Kaupa lager af bensíni

6. Fá sér bréfadúfur, þar sem símafyrirtækin hljóta líka að rúlla á hausinn.

7. Dunda sér við að semja skeyti, setja í flösku og henda í sjóinn

8. og talandi um flöskur, er ekki kominn tími til að selja tómu flöskurnar...það er nýbúið að hækka endursölugjaldið!

9. Hætta að keyra og taka strætó. Það er til dæmis hægt að nota bílinn sem auka geymslu... vantar manni ekki alltaf meira geymslupláss...

10. Fara út að labba og njóta þess að vera til Grin

Njótið helgarinnar og gangi ykkur öllum vel!!

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anita Björk Gunnarsdóttir
Anita Björk Gunnarsdóttir
Hæ hæ Aníta Björk heiti ég og er 6 barna móðir þar á meðal þríburar ég ætla nú bara að skrifa um allt og ekkert þegar mér dettur það í hug

Um bloggið

Anita Björk Gunnarsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 362

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband